|
Ég hata Hólmavík !
Lag og texti: Arnar Jónsson
Bærinn lifir á fiski og slori
Rækju og þorski og vömbum og gori
Fólkið það stritar og skilur ei neitt
Stendur við böndin og fær engu breytt
Um það að bærinn er ömurlegur
Úr vinnunni fólkið á eftir sér dregur
Aumar lappir sem liðin lík
En hvað ég hata Hólmavík.
Hólmavík, hún er rétt hjá sjónum
Á veturna fólkið þá kafar í snjónum
Og leitar að húsym sem eru á kafi
En finna þau ekki þó stanslaust það grafi
Fiskurinn drottnar og fiskurinn ræður
Þorskapabbar og ýsumæður
Ég stari í himinn og spyr þig Guð
Afhverju er Hólmavík Krummaskuð?
Fólkið í burtu það flýr og það leitar
Í Reykjavík eða til annarar sveitar
Því allt er betra en Hólmavík
Þras og nöldur og pólitík
Samt hefur hún alltaf ákveðinn sjarma
Fyrir fólk sem vill kulda frekar en varma
Af mæðu er hún alltof rík
Draugabærinn Hólmavík
Höfundur: Arnar Jónsson
jájá... þetta er merkilegt... ætla nú ekkert að vera að tjá samþykki mitt eða ósamþykki mitt á þessu, held að Rúna eigi eftir að berja mig fast hvort sem ég segi og það er sko ekkert elsku mamma ;)
skrifað af: Anna Katrin 11:49 e.h.
|
|